Gæti Hull City orðið Evrópumeistari?

Peter Taylor og Brian Clough náðu ótrúlegum árangri með Derby …
Peter Taylor og Brian Clough náðu ótrúlegum árangri með Derby og Nottingham Forest á sínum tíma. AP

Hugsið ykkur að Hull City myndi enda í sextánda sæti ensku B-deildarinnar í fótbolta í vor.

Myndi síðan skríða upp í úrvalsdeildina vorið 2021 með því að ná naumlega þriðja sætinu.

Yrði Englandsmeistari í fyrstu tilraun sem nýliði vorið 2022 og myndi leika 42 leiki án taps í úrvalsdeildinni frá nóvember 2022 til desember 2023.

Hull City myndi síðan vinna Meistaradeild Evrópu tvisvar í röð, vorið 2023 og aftur 2024.

Er hann nú endanlega genginn af göflunum – hugsa nú einhverjir. En þetta hefur gerst.

Afrek Nottingham Forest á árunum 1976 til 1980 var nákvæmlega svona. Brian Clough og Peter Taylor fóru með liðið úr neðri hluta B-deildarinnar og unnu með því enska meistaratitilinn og í framhaldi af því Evrópumeistaratitilinn í tvígang.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert