Yngsta byrjunarliðið í sögu Liverpool

Hinn 16 ára gamli Harvey Elliott er í byrjunarliði Liverpool …
Hinn 16 ára gamli Harvey Elliott er í byrjunarliði Liverpool í kvöld. AFP

Liverpool stillir upp yngsta byrjunarliðinu í sögu félagsins er liðið mætir Shrewsbury í ensku bikarkeppninni í fótbolta klukkan 19:45 á Anfield. Er í annað skipti á leiktíðinni sem Liverpool slær metið. 

Meðalaldurinn hjá Liverpool er 19 ár og 102 dagar og er það bæting um 80 daga frá leiknum við Aston Villa í deildabikarnum fyrr á leiktíðinni, þá var aðalliðið í Katar að spila í heimsbikarnum.

Nú er aðalliðið í fríi, sem Jürgen Klopp var búinn að plana fyrir nokkru síðan. Neil Critchley stýrir liðinu í fjarveru Klopp. 

Liðin eru að mættast öðru sinni þar sem þau skildu jöfn í Shrewsbury, 2:2, en Liverpool komst þá í 2:0. Elsti leikmaðurinn í byrjunarliðinu er Pedro Chirivella, en hann er 22 ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert