Watford tókst ekki að komast úr fallsæti

Adrian Mariappa setur boltann í eigið mark.
Adrian Mariappa setur boltann í eigið mark. AFP

Watford er enn í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1:1-jafntefli við Brighton á útivelli í síðari leik dagsins í deildinni í dag. 

Brighton byrjaði töluvert betur og var líklegri aðilinn framan af. Það kom því gegn gangi leiksins er Abdoulaye Doucouré kom Watford yfir á 19. mínútu. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiksins. 

Brighton var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiks og verðskuldað jöfnunarmark kom loks á 78. mínútu er Adrian Mariappa setti boltann í eigið mark og þar við sat. 

Watford er með 24 stig, einu stigi frá öruggu sæti í deildinni. Brighton er í 15. sæti með 27 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert