Leik Man. City og West Ham frestað

Ekki verður spilað á Etihad í dag.
Ekki verður spilað á Etihad í dag. AFP

Viðureign Manchester City og West Ham hefur verið frestað en liðin áttu að mætast á Etihad-leikvanginum í Manchester klukkan 16:30 í dag. Ástæðan er ofsaveður sem nú gengur yfir Bretlandseyjar.

Leikur Sheffield United og Bournemouth mun fara fram klukkan 14 eins og til stóð en þó nokkrum leikjum úr kvennadeildinni hefur einnig verið frestað, m.a. Lundúnaslag Arsenal og Tottenham.

mbl.is