Leicester tókst ekki að ná öðru sæti

Jamie Vardy og Romain Saiss berjast um boltann í kvöld.
Jamie Vardy og Romain Saiss berjast um boltann í kvöld. AFP

Einn leikur var á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Grannarnir Wolves og Leicester áttust þá við á Molineux-vellinum í Wolverhampton og skildu jafnir, 0:0. 

Wolves var töluvert nær því að vinna leikinn, því Willy Boly skoraði mark sem var dæmt af vegna afar naumrar rangstöðu og Raúl Jiménez fór illa með afar gott tækifæri.

Þá spilaði Leicester síðasta korterið manni færri þar sem Hamza Choudhury fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu. 

Leicester er í þriðja sæti deildarinnar með 50 stig og Wolves í sjöunda sæti með 36 stig. 

mbl.is