Leikmaður United nálgast Inter

Tahith Chong í leik með Manchester United.
Tahith Chong í leik með Manchester United. AFP

Ítalska knattspyrnufélagið Inter Mílanó er komið langt með að sannfæra hinn tvítuga Tahith Chong um að ganga í raðir félagsins eftir tímabilið. Chong verður samningslaus hjá Manchester United í sumar. 

Inter hefur boðið Chong fimm ára samning og um 58.000 evrur í vikulaun eða tæpar átta milljónir króna. United hefur boðið honum nýjan samning en Guardian greinir frá því í dag að líkurnar á að hann endurnýi samning sinn við United séu litlar. 

In­ter hef­ur verið dug­legt að fá leik­menn frá Manchester United að und­an­förnu. Fyr­ir leiktíðina nældi fé­lagið í Romelu Lukaku og Al­ex­is Sánchez og Ashley Young bætt­ist í þann hóp í síðasta mánuði. 

Chong hef­ur spilað sjö leiki með United á leiktíðinni og kom sá síðasti gegn Wol­ves í enska bik­arn­um í byrj­un síðasta mánaðar. Hann hef­ur alls leikið ell­efu leiki með enska liðinu. Þá hef­ur hann leikið með öll­um yngri landsliðum Hol­lands. 

mbl.is