Man. City sendir frá sér yfirlýsingu

Manchester City ætlar að áfrýja úrskurði UEFA.
Manchester City ætlar að áfrýja úrskurði UEFA. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City var í kvöld úrskurðað í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu vegna brota á fjárhagsreglum UEFA. Félagið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. 

Yfirlýsing Manchester City: 

Manchester City er vonsvikið en ekki hissa á tilkynningu UEFA. Félagið hafði alltaf í huga að fá óháðan aðila til að fara yfir málið og sönnunargögn. 

Í desember 2018 sagði rannsóknarmaður á vegum UEFA að Manchester City yrði refsað. Það var áður en rannsókn málsins hófst. Í kjölfarið fór fram gallað ferli hjá UEFA og var strax ljóst að félaginu yrði refsað. Félagið hefur þegar kvartað yfir vinnubrögðum UEFA til Alþjóðaíþrótta­dóm­stóls­ins. 

Í stuttu máli var málið höfðað af UEFA, rannsakað af UEFA og dæmt af UEFA. Nú er þessari fordómafullu meðferð lokið og félagið mun leita til óháðs aðila við fyrsta tækifæri og ræða næstu skref með Alþjóðaíþróttadómstólnum. 

mbl.is