Forskot Liverpool orðið 25 stig (myndskeið)

Li­verpool er komið með 25 stiga for­skot á toppi ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta eft­ir 1:0-sig­ur á botnliði Norwich á úti­velli í kvöld.

Varamaðurinn Sadio Mané skoraði sigurmarkið rúmum tíu mínútum fyrir leikslok, en Norwich fékk fín færi til að skora í leiknum. Alisson stóð hins vegar vaktina vel í markinu. 

Li­verpool er nú með 76 stig, 25 stig­um meira en Manchester City. Norwich er í botnsæt­inu með 18 stig, sjö stig­um frá ör­uggu sæti. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert