Arsenal fór á flug (myndskeið)

Arsenal vann ör­ugg­an 4:0-sig­ur á Newcastle á heima­velli í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta á Emira­tes-vell­in­um í dag. Staðan í hálfleik var marka­laus en Arsenal sýndi all­ar sín­ar bestu hliðar í seinni hálfleik.

Pier­re-Emerick Auba­meyang braut ísinn eft­ir stoðsend­ingu frá Nicolas Pépé á 54. mínútu. Aðeins þrem­ur mín­út­um síðar skoraði Pépé sjálf­ur annað markið. Mesut Özil skoraði þriðja markið á 90. mín­útu og varamaður­inn Al­ex­andre Lacazette gull­tryggði 4:0-sig­ur Arsenal með marki í upp­bót­ar­tíma.

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í mynd­skeiðinu hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert