Arsenal óstöðvandi í seinni hálfleik

Mesut Özil skoraði þriðja mark Arsenal.
Mesut Özil skoraði þriðja mark Arsenal. AFP

Arsenal vann öruggan 4:0-sigur á Newcastle á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Emirates-vellinum í dag. Staðan í hálfleik var markalaus en Arsenal sýndi allar sínar bestu hliðar í seinni hálfleik. 

Fyrri hálfleikurinn var lítið fyrir augað en Arsenal skoraði fyrsta markið á 54. mínútu. Það gerði Pierre-Emerick Aubameyang eftir stoðsendingu frá Nicolas Pépé. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Pépé sjálfur annað markið. 

Mesut Özil skoraði þriðja markið á 90. mínútu og varamaðurinn Alexandre Lacazette gulltryggði 4:0-sigur Arsenal með marki í uppbótartíma. 

Arsenal fór upp í 34 stig og í 10. sætið með sigirnum en Newcastle er með 31 stig í 13. sæti. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Arsenal 4:0 Newcastle opna loka
90. mín. Leik lokið Eftir markalausan fyrri hálfleik var Arsenal miklu sterkari aðilinn.
mbl.is