Dramatík gegn nýliðunum (myndskeið)

Totten­ham vann drama­tísk­an 3:2-sig­ur á Ast­on Villa í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag. Heung-min Son skoraði sig­ur­markið í upp­bót­ar­tíma.

Nýliðarnir komust yfir snemma leiks með sjálfsmarki Toby Alderweireld en Belginn bætti fyrir mistökin þegar hann sjálfur jafnaði metin 20 mínútum síðar. Heung-min Son kom svo Tottenham yfir skömmu fyrir hálfleik en heimamenn voru ekki að baki dottnir og jöfnuðu metin snemma í síðari hálfleik með marki frá Björn Engels.

Suður-Kóreumaðurinn í liði Tottenham átti þó eftir að eiga síðasta orðið. Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá í mynd­skeiðinu hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is