Markmaður Liverpool kominn á toppinn

Alisson hefur haldið oftar hreinu en aðrir markmenn í ensku …
Alisson hefur haldið oftar hreinu en aðrir markmenn í ensku úrvalsdeildinni. AFP

Liverpool náði 25 stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 1:0-sigri á Norwich á Carrow Road í gær. Markvörðurinn Alisson varði einu sinni virkilega vel og átti sinn þátt í sigrinum. 

Alisson hefur tíu sinnum haldið hreinu á tímabilinu, oftar en nokkur annar markmaður, þrátt fyrir að leika aðeins 18 leiki á leiktíðinni. Brasilíumaðurinn meiddist snemma á tímabilinu og missti af tíu leikjum. 

Kasper Schmeichel úr Leicester, Nick Pope hjá Burnley og Dean Henderson hjá Sheffield United koma á eftir Alisson, en þeir hafa haldið níu sinnum hreinu á tímabilinu. 

mbl.is