Þurfa væntanlega að losa sig við leikmenn (myndskeið)

Tómas Þór Þórðarson ræddi um tveggja ára bann Manchester City frá Meistaradeildinni við þá Bjarna Þór Viðarsson og Gylfa Einarsson í þættinum Völlurinn á Síminn Sport.

„Maður spyr sig hvað muni gerast með þessa toppleikmenn sem eru þarna og vilja spila í Meistaradeildinni á hverju ári,“ sagði Gylfi og bætti við að hann vorkenndi Pep Guardiola, knattspyrnustjóra City, sem og leikmönnum liðsins. „Augljóslega hafa leikmenn og þjálfarar ekki gert neitt rangt hérna.“

„Þeir eru orðnir risastór klúbbur, auðvitað með Pep Guardiola og svakalegan leikmannahóp,“ bætti Bjarni Þór við en umræðurnar í heild sinni má skoða í spilaranum hér að ofan. Manchester City hef­ur ávallt neitað sök í mál­inu og mun enska fé­lagið að öll­um lík­ind­um áfrýja úr­sk­urðinum til Alþjóðaíþrótta­dóm­stóls­ins, CAS. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert