Hann er búinn að búa til ófreskju (myndskeið)

Liverpool hefur verið algjörlega óstöðvandi í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu það sem af er tímabils og ræddi Tómas Þór Þórðarson gengi liðsins við þá Bjarna Þór Viðarsson og Gylfa Einarsson í þættinum Völlurinn á Síminn Sport.

„Þetta er enska úrvalsdeildin, rosalega sterk deild og þetta er eitthvert grín, ef þetta gengur eftir,“ sagði Bjarni Þór um möguleika Liverpool á að enda tímabilið með 110 stig. Liðið hefur ekki tapað í síðustu 43 deildarleikjum sínum.

„Hann er náttúrulega bara búinn að búa til einhverja ófreskju,“ bætti Bjarni við um Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool. Umræðurnar skemmtilegu má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert