Klopp með sitt sterkasta lið til Spánar

Jürgen Klopp á æfingasvæði Liverpool í morgun áður en liðið …
Jürgen Klopp á æfingasvæði Liverpool í morgun áður en liðið lagði af stað til Spánar. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fer með sitt sterkasta lið í leikinn gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu, sem fram fer í Madríd annað kvöld.

Aðeins einn leikmaður sem hefur spilað meira en tvo deildarleiki með Liverpool á tímabilinu fer ekki með til Spánar en það er svissneski sóknartengiliðurinn Xherdan Shaqiri sem glímir við meiðsli. Alls er 21 leikmaður með í för og sá eini sem ekki hefur komið við sögu í deildinni í vetur er þriðji markvörður liðsins, Caoimhín Kelleher.

Viðureign Atlético og Liverpool er fyrri leikur liðanna og hefst klukkan 20 annað kvöld en síðari leikurinn fer fram á Anfield miðvikudaginn 11. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert