Maguire var að vernda sig

Ole Gunnar Solskjær kemur skilaboðum áleiðis í kvöld.
Ole Gunnar Solskjær kemur skilaboðum áleiðis í kvöld. AFP

„Við spiluðum ekkert sérstaklega vel og gáfum boltann auðveldlega frá okkur og vorum hægir. Sem betur fer vorum við sterkir í vörninni og Eric Bailly spilaði vel,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, í samtali við BBC eftir 2:0-sigur liðsins á Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

„Smáatriðin voru okkur í hag, eins og gerist í fótbolta stundum. Þeir voru óheppnir með tvö mörk sem VAR dæmdi af. Þetta voru réttar ákvarðanir en þetta var tæpt,“ sagði Solskjær, sem vildi ekki meina að Harry Maguire ætti að fá rautt spjald, þrátt fyrir að hann sparkaði viljandi í punginn á Michy Batshuayi þegar boltinn var hvergi nærri. 

„Mér fannst Harry Maguire ekki heppinn. Það var fyrst brotið á honum og svo setti hann löppina út til að vernda sig. Löppin fór þar sem það er sárt. Ég sá ekki brotið hjá Fred þegar markið þeirra var dæmt af og svo var þetta rangstaða á Giroud. Sem betur fer var ekkert VAR þegar ég var að spila,“ sagði Solskjær. 

mbl.is