United verður að vinna þennan leik (myndskeið)

Tóm­as Þór Þórðar­son hitaði upp fyrir stórleik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í þættinum Völlurinn á Síminn Sport en gestir hans voru þeir Bjarni Þór Viðars­son og Gylfi Ein­ars­son.

Bjarni Þór telur að United eigi ekki möguleika á að hafna í fjórða sæti, tapi liðið á Stamford Bridge, en Chelsea er í því sæti sem stendur, sex stigum fyrir ofan Manchester-liðið. „Munurinn yrði níu stig, það er of mikið í ljósi þess hvernig þeir eru að spila og Marcus Rashford verður frá út tímabilið.“

„Solskjær virðist vera sterkur gegn Chelsea, þeir hafa spilað tvisvar gegn þeim og unnið tvisvar. Hann virðist hafa eitthvert tak á Lampard,“ bætti Bjarni við en umræðurnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert