Titilvörn Liverpool heldur áfram - leikið í Madríd og Dortmund

Diego Simeone knattspyrnustjóri Atlético Madrid og markvörðurinn Jan Oblak taka …
Diego Simeone knattspyrnustjóri Atlético Madrid og markvörðurinn Jan Oblak taka á móti Liverpool í kvöld. AFP

Fyrstu leikir 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í fótbolta fara fram í kvöld klukkan 20. Annars vegar mætast Atlético Madríd og ríkjandi meistarar Liverpool á Spáni og hins vegar Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain í Þýskalandi.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, getur teflt fram sínu sterkasta liði á Spáni. Aðeins einn leikmaður sem hefur spilað meira en tvo deildarleiki með Liverpool á tímabilinu fer ekki með til Spánar en það er svissneski sóknartengiliðurinn Xherdan Shaqiri sem glímir við meiðsli.

Atlético hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum og Diego Costa, Álvaro Morata og José Giménez ættu allir að vera klárir í slaginn. João Félix, dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins, og Kieran Tripper verða hins vegar ekki með vegna meiðsla.

Dortmund og PSG munu mætast í fyrsta skipti síðan þau gerðu markalaust jafntefli Evrópudeildinni árið 2010. Þá var Jürgen Klopp stjóri Dortmund. Þýska liðið verður án Marco Reus og Thomas Delaney og þá er Julian Brandt tæpur. Erling Braut Håland má spila með Dortmund, þótt hann hafi spilað með Salzburg í sömu keppni fyrir áramót, en reglum þess efnis var breytt á síðustu leiktíð.

Thomas Tuchel, sem stýrði Dortmund áður en hann tók við PSG, verður án Colin Dagba og Abdou Diallo og þá er Juan Bernat tæpur. Neymar ætti að vera klár í slaginn, en hann er búinn að jafna sig á meiðslum og afmæli systur hans er ekki fyrr en í næsta mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert