Frá Chelsea til Tottenham?

Willian verður samningslaus næsta sumar.
Willian verður samningslaus næsta sumar. AFP

Willian, sóknarmaður Chelsea, gæti farið til Tottenham næsta sumar en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Willian verður samningslaus í sumar en hann hefur ekki náð samkomulagi við Chelsea um nýjan samning eins og sakir standa.

Brassinn hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea síðan Frank Lampard tók við stjórnartaumunum hjá Chelsea síðasta sumar en hann hefur skorað fjögur mörk og lagt upp önnur fjögur í 20 byrjunarliðsleikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Willian þekkir vel til José Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham, en þeir unnu saman hjá Chelsea á árunum 2013 til 2015. Willian spilaði sinn besta bolta undir stjórn Mourinho en sóknarmaðurinn er orðinn 31 árs gamall.

mbl.is