Hefur haft góð áhrif á Gylfa og félaga (myndskeið)

Ítalinn Carlo Ancelotti tók við stjórn enska úrvalsdeildarliðsins Everton af Marco Silva í desember. Everton var í basli framan af leiktíð, en eftir að Ancelotti tók við hefur liðið aðeins tapað einum leik. 

Leon Osman, sem á sínum tíma lék yfir 400 leiki með Everton, er skiljanlega ánægður með innkomu Ancelotti. Segir hann Ítalann hafa gefið leikmönnum meiri trú. Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Ancelotti og borið fyrirliðabandið í nokkrum leikjum. 

Næsti leikur Everton verður á útivelli gegn Arsenal á sunnudaginn kemur. 

Innslagið hjá Osman má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is