Henderson úr leik næstu vikur

Jordan Henderson fær aðhlynningu í leiknum við Atlético og hann …
Jordan Henderson fær aðhlynningu í leiknum við Atlético og hann fór af velli í kjölfarið. AFP

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar eftir að hafa tognað aftan í læri í leik liðsins gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið.

Henderson þurfti þá að fara af velli og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp staðfesti í dag eðli og umfang meiðslanna. „Þetta verða þrjár vikur og það er ekki gott. En við erum samt heppnir, við höfum séð alvarlegri tognanir í læri í deildinni í vetur,“ sagði Klopp.

Ef þessi tímasetning stenst mun Henderson missa af leikjum við West Ham, Watford og Bournemouth í deildinni, leik gegn Chelsea í bikarkeppninni og tæplega ná seinni leiknum gegn Atlético Madrid sem fram fer á Anfield 11. mars. Líklegt er þá að fyrsti leikur hans verði útileikurinn við Everton 16. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert