Rooney skoraði í 500. leiknum

Wayne Roooney skoraði í sínum 500. deildarleik á Englandi í …
Wayne Roooney skoraði í sínum 500. deildarleik á Englandi í kvöld. AFP

Wayne Rooney hélt upp á 500. deildarleik sinn í enskum fótbolta með því að skora mark Derby í 1:1-jafntefli á heimavelli gegn Fulham á heimavelli í ensku B-deildinni í kvöld. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik fékk Derby víti snemma í seinni hálfleik. Rooney fór á punktinn og skoraði sitt 204. deildarmark á Englandi í sínum 500. leik. 

Serbneski framherjinn Aleksandar Mitrovic jafnaði fyrir Fulham á 75. mínútu og það reyndist síðasta mark leiksins, þrátt fyrir að bæði lið hafi skapað sér fín færi undir lokin. 

Fulham er í þriðja sæti með 57 stig, tveimur stigum á eftir Leeds í öðru sæti. West Brom er í toppsætinu með 63 stig. Derby er í tólfta sæti með 45 stig, átta stigum frá sæti í umspilinu. 

mbl.is