Chelsea vann Lundúnaslaginn

Marcos Alonso fagnar marki sínu í dag.
Marcos Alonso fagnar marki sínu í dag. AFP

Chelsea vann afar mikilvægan sigur á Tottenham, 2:1, í fyrsta leik 27. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Liðin eru í harðri baráttu um meistaradeildarsæti en eftir sigurinn hefur Chelsea 44 stig í 4. sætinu á meðan Tottenham hefur 40 stig í 5. sæti.

Chelsea komst í 2:0 með mörkum Olivier Giroud og Marcos Alonso í sitt hvorum hálfleiknum en hinn þýski Antinio Rüdiger varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark er hann fékk skot Eric Lamela í sig sem færði smávægilega spennu í leikinn á lokamínútunum.

José Mourinho hafði ekki mörg tilefni til þess að brosa …
José Mourinho hafði ekki mörg tilefni til þess að brosa í dag. AFP

Með sigrinum varð Chelsea, undir stjórn Frank Lampard, fyrsta liðið til þess að sigra lið undir stjórn Portúgalans José Mourinho, bæði á heimavelli og að heiman, á einni leiktíð.

Frank Lampard á hliðarlínunni í dag.
Frank Lampard á hliðarlínunni í dag. AFP

Chelsea byrjaði leikinn mun betur en varnarsinnað Tottenham-liðið og hélt boltanum vel innan liðsins.  Á 15. mínútu kom Frakkinn Olivier Giroud heimamönnum í 1:0 með glæsilegu marki. Hugo Lloris varði fyrra skot Frakkans, frákastið barst til Ross Barkley sem skaut í stöng en þaðan skoppaði boltinn á ný til Giroud sem tók við knettinum og þrumaði í nærhornið, 1:0. 

Olivier Giroud kom Chelsea í 1:0 og fagnaði marki sínu …
Olivier Giroud kom Chelsea í 1:0 og fagnaði marki sínu innilega. AFP

Brasilíumaðurinn Lucas Moura fékk bestu færi Tottenham í fyrri hálfleiknum. Á 35. mínútu slapp Moura í gegn en á síðustu stundu renndi fyrirliði Chelsea, César Azpilicueta, sér fyrir knöttinn og bjargaði í horn. Fyrr í leiknum kom hann sér í gott skotfæri rétt utan teigs en Willy Caballero, sem enn stendur í marki Chelsea á kostnað Kepa Arrizabalaga, sá við honum.

Staðan var 1:0 í hálfleik en aðeis þrjár mínútur voru liðnar af þeim síðari er Spánverjinn Marcos Alonso kom liðinu í 2:0 með frábæru skoti utan teigs eftir góða sókn Chelsea sem teigði vel á vörn Tottenham. Alonso hefur sannarlega verið betri en enginn hjá Chelsea undanfarin ár . Samkvæmt gögnum Opta hefur Alonso frá því að hann gekk í raðir félagsins árið 2016, skorað flest mörk allra varnarmanna í úrvalsdeildinni, 17 talsins, en þar af hafa þrjú þeirra komið gegn Tottenham.

Marcos Alonso þrumar knettinum í markið.
Marcos Alonso þrumar knettinum í markið. AFP

Tottenham var ekki líklegt til þess að koma til baka eftir mark Alonso. Liðið minnkaði þó muninn á 89 er varamaðurinn Eric Lamela skaut knettinum í varnarmann Chelsea, Antonio Rüdiger, og af honum fór knötturinn í netið.  Lengra komst liðið þó ekki og Chelsea sigldi stigunum þremur í höfn.

Chelsea 2:1 Tottenham opna loka
90. mín. Leik lokið 2:1 lokatölur. Sterkur sigur hjá Chelsea.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert