Stórleikur strax í hádeginu (myndskeið)

Í há­deg­inu í dag hefst 27. um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu með sann­kölluðum stór­leik milli Lund­únaliðanna Chel­sea og Totten­ham.

Chel­sea og Totten­ham eru í fjórða og fimmta sæti og slást um Meist­ara­deild­ar­sæti og síðdeg­is á laug­ar­dag eig­ast við Leicester og Manchester City, liðin sem eru í þriðja og öðru sæti.

Síðasti leik­ur sunnu­dags­ins er á milli Arsenal og Evert­on og getur Everton blandað sér í baráttuna um sæti í Evrópukeppni með sigri. Þá lýkur umferðinni með leik Liverpool og West Ham á Anfield á mánudagskvöld. 

Laugardagurinn 21. febrúar: 
12:30 Chelsea - Tottenham (Í beinni á Símanum sport og mbl.is)
15:00 Burnley - Bournemouth 
15:00 Crystal Palace - Newcastle 
15:00 Sheffield United - Brighton 
15:00 Southampton - Aston Villa
17:30 Leicester - Manchester City (Í beinni á Símanum sport)

Sunnudagurinn 22. febrúar: 
14:00 Manchester United - Watford  (Í beinni á Símanum sport)
14:00 Wolves - Norwich 
16:30 Everton - Arsenal  (Í beinni á Símanum sport)

Mánudagurinn 23. febrúar: 
20:00 Liverpool - West Ham  (Í beinni á Símanum sport)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert