„Þetta var leggjabrjótur“

Frank Lampard var ánægður með stigin þrjú í leikslok.
Frank Lampard var ánægður með stigin þrjú í leikslok. AFP

„Það sáu þetta allir í dag. Þetta var rautt,” sagði Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea eftir 2:1 sigur liðsins á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Lampard ræddi umdeilt atvik í leiknum við BBC er Giovani Lo Celso steig á César Azpilicueta í síðari hálfleik. Myndbandsdómarar tóku atvikið til skoðunar um það hvort gefa ætti Argentínumanninu rautt spjald. Ekkert spjald var hins vegar gefið, flestum þeim sem á horfðu til mikillar undrunar.

Mér leiðist það að vera kalla eftir rauðum spjöldum en þetta var „leggjabrjótur“ (e. leg breaker). Ég er ekki að tala um dóminn sjálfan á þessu sama augnabliki en VAR á að hreinsa svona hluti upp. Þetta er ekki nógu gott,” sagði Frank Lampard eftir leikinn. 

Nefndi Lampard einnig að þetta væri í annað sinn á örfáum dögum sem leikmaður í liði andstæðinga Chelsea sleppur við rautt spjald. Á mánudaginn sl. slapp Harry Maguire, fyrirliði Manchester United við rautt spald, er hann sparkaði í Michy Batshuayi, framherja Chelsea. Það atvik var einnig skoðað af myndbandsdómurum.

Umrætt atvik:

Giovani Lo Celso, leikmaður Tottenham, í baráttu við Mason Mount, …
Giovani Lo Celso, leikmaður Tottenham, í baráttu við Mason Mount, leikmann Chelsea í dag AFP
mbl.is