Gylfi átti þátt í tveimur mörkum (myndskeið)

Arsenal hafði bet­ur gegn Evert­on, 3:2, í loka­leik dags­ins í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í kvöld. Með sigr­in­um fór Arsenal upp í 37 stig, upp fyr­ir Evert­on og Burnley, og upp í ní­unda sætið. Evert­on er í ell­efta með 36 stig.

Gylfi Þór Sigurðsson var áberandi hjá Everton og átti hann þátt í báðum mörkum liðsins, þótt hann hafi ekki fengið skráðar stoðsendingar. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is