Áhugi Manchester United orðinn mikill

Jack Grealish skýlir boltanum frá Toby Alderweireld í leik Aston …
Jack Grealish skýlir boltanum frá Toby Alderweireld í leik Aston Villa og Tottenham. AFP

Áhugi Manchester United á sóknarmanninum og fyrirliða Aston Villa, Jack Grealish, er orðinn mikill samkvæmt Manchester Evening News. United vill nýjan, skapandi sóknarsinnaðan leikmann og er Grealish þar fyrstur á lista.

United hafði áhuga á að kaupa Grealish í félagsskiptaglugganum í janúar en nýliðar Villa voru ekki tilbúnir að láta fyrirliðann fara enda liðið í mikilvægri fallbaráttu í úrvalsdeildinni. Forráðamenn United búast við því að Frakkinn Paul Pogba rói á önnur mið í sumar og telja að Grealish geti leyst hann af hólmi. Hann er 24 ára gamall og samningsbundinn Villa til 2023 en nýliðarnir gætu selt hann fyrir um 50 milljónir punda.

Grealish er bú­inn að skora sjö mörk og leggja upp fimm fyr­ir nýliðana í vet­ur en Ast­on Villa er í 17. sæti, stigi fyr­ir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert