Áfall í fallbaráttunni

Ryan Fredericks verður frá keppni næstu vikurnar.
Ryan Fredericks verður frá keppni næstu vikurnar. AFP

Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur staðfest að bakvörðurinn Ryan Fredericks verður frá keppni næstu sex vikurnar eða svo, vegna axlarmeiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Manchester City í síðustu viku. 

Fredericks þurfti að fara í aðgerð vegna meiðslanna og að sögn félagsins gekk aðgerðin vel. Leikmaðurinn hefur leikið 21 leik fyrir West Ham á leiktíðinni, en liðið er í 18. sæti deildarinnar, einu stigi frá öruggu sæti.

Fyrr í vikunni var staðfest að tékkneski miðjumaðurinn Tomas Soucek verður frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna axlarmeiðsla. Næsti leikur West Ham er gegn Southampton á heimavelli á laugardag. 

mbl.is