Ancelotti ánægður með Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson er mikilvægur, þrátt fyrir lítið af mörkum.
Gylfi Þór Sigurðsson er mikilvægur, þrátt fyrir lítið af mörkum. AFP

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var spurður á blaðamannafundi í dag hvort Gylfi Þór Sigurðsson stæðist þær væntingar sem gerðar væru til hans. Ítalinn segir að svo sé, þótt íslenski miðjumaðurinn hafi aðeins skorað eitt deildarmark á leiktíðinni. 

„Það fer eftir því hvaða væntingar ég hef og hvaða væntingar Gylfi hefur. Það er rétt að hann hefur ekki skorað eins mikið og á síðustu leiktíð, en hann er í öðru hlutverki núna, lengra frá marki andstæðingsins,“ sagði Ancelotti, sem segir Gylfa mikilvægan. 

„Hann er mikilvægur í spilinu frá markinu okkar. Við fáum minna úr honum í sóknarleiknum og það er leiðinlegt því hann er góður skotmaður. Það er hins vegar allt í lagi og hann hefur staðist mínar væntingar. 

Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Hann stendur sig vel og ég vona að hann skori bráðum, en það er ekki það mikilvægasta sem hann hefur fram að færa,“ sagði Carlo Ancelotti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert