Skiptir engu máli hvernig Liverpool spilar (myndskeið)

Enska úrvalsdeildin í fótbolta heldur áfram um helgina er 28. umferðin verður leikin. Liverpool fær gott tækifæri til að ná 25 stiga forskoti á toppnum þar sem lliðið mætir Watford sem er í næstneðsta sæti á útivelli. 

Manchester City leikur við Aston Villa í úrslitum deildabikarsins á sunnudag og mun því ekki geta minnkað forskot Liverpool fyrr en síðar. Þá eru áhugaverðir leikir á sunnudag þar sem Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Manchester United og Tottenham og Wolves eigast við. 

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Tómas Þór Þórðarson og Frey Alexandersson hjá Símanum sport ræða um umferðina, sem hefst í kvöld með leik Norwich og Leicester. 

Dagskrá helgarinnar í enska boltanum: 

Föstudagurinn 28. febrúar: 
20:00 Norwich - Leicester (í beinni útsendingu á Símanum sport)

Laugardagurinn 29. febrúar: 
12:30 Brighton - Crystal Palace (í beinni útsendingu á Símanum sport)
15:00 Bournemouth - Chelsea (í beinni útsendingu á Símanum sport og mbl.is)
15:00 Newcastle - Burnley 
15:00 West Ham - Southampton 
17:30 Watford - Liverpool (í beinni útsendingu á Símanum sport)

Sunnudagurinn 1. mars. 
14:00 Everton - Manchester United (í beinni útsendingu á Símanum sport)
14:00 Tottenham - Wolves 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert