Ekki viss um að Klopp hafi grátið mikið í koddann (myndskeið)

Margrét Lára Viðarsdóttir og Magnús Már Einarsson ræddu við Tómas Þór Þórðarson um tap Liverpool gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í Vellinum á Símanum sport.

Um fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni var að ræða á þessari leiktíð og að mati sérfræðinga Vallarins var frammistaðan ekki upp á marga fiska.

„Ótrúlega slakur dagur hjá Liverpool-mönnum en segir okkur það líka að þeir eru mannlegir. En ég er ekkert svo viss um að Klopp hafi grátið mikið í koddann í gærkvöldi því að ef hann hefði átt að velja einhvern leik á tímabilinu í einhverjum keppnum þá hefði það eflaust verið þessi leikur á þessum tímapunkti á móti Watford á útivelli. Þetta er enginn dauðadómur fyrir Liverpool. Þeir þurftu alltaf að taka út þennan slæma dag,“ sagði Margrét Lára.

Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska fót­bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert