Alltaf pressa að vinna City (myndskeið)

Manchester United tekur á móti Manchester City í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á sunnudaginn kemur. Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður United, man vel eftir þessum leikjum en hann er uppalinn hjá félaginu og lék með liðinu á árunum 1993 til ársins 2013.

„Leikirnir gegn City voru alltaf stórir en þeir eru eflaust aðeins stærri í dag þar sem City var í smá vandræðum á þeim tíma sem ég var upp á mitt besta,“ sagði Scholes í samtali við ensku úrvalsdeildina. „Það var hins vegar alltaf mikil pressa á okkur að vinna Manchester City,“ bætti Scholes við.

Miðjumaðurinn viðurkennir að 4:3-sigur liðsins gegn City, tímabilið 2009-2010, hafi verið sá leikur sem standi upp úr að hans mati. United komst þrívegis yfir í leiknum en alltaf tókst City að jafna. Það var svo Michael Owen sem skoraði sigurmark leiksins á sjöttu mínútu uppbótartíma á Old Trafford.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert