Stjóri Gylfa sleppur við bann

Carlo Ancelotti skammar hér Chris Kavanagh dómara sem sést ekki …
Carlo Ancelotti skammar hér Chris Kavanagh dómara sem sést ekki á myndinni. AFP

Car­lo Ancelotti, knatt­spyrn­u­stjóri Evert­on, hefur verið sektaður um átta þúsund pund af enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína eftir leik Everton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Leikn­um lauk með 1:1-jafn­tefli en Evert­on skoraði mark í upp­bót­ar­tíma sem var dæmt af vegna rang­stöðu við lít­inn fögnuð ít­alska stjór­ans.

Gylfi Þór Sig­urðsson var þá dæmd­ur rang­stæður en skot Dom­inic Cal­vert-Lew­in fór af Harry Maguire, varn­ar­manni United, og þaðan í netið. Gylfi Þór var hins veg­ar fyr­ir inn­an og þótti ís­lenski miðjumaður­inn trufla Dav­id de Gea í marki United. Ancelotti taldi að þar sem Gylfi hefði legið í gras­inu hefði hann ekki truflað spænska mark­mann­inn.

Ítalinn lét Chris Kavanagh dómara heyra það í leikslok og fékk að launum rautt spjald og kæru frá knattspyrnusambandinu. Hann játaði sök og baðst afsökunar á hegðun sinni. Hann missir því ekki af næsta leik liðsins gegn Chel­sea á Stam­ford Bridge 8. mars. Ancelotti stýrði Chel­sea á ár­un­um 2009 til 2011 og gerði liðið meðal ann­ars að ensk­um meist­ara og bikar­meist­ara árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert