Stórleikur hjá Gylfa og félögum (myndskeið)

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar hans hjá Everton heimsækja Chelsea á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag klukkan 14. 

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, snýr aftur á Stamford Bridge, en hann var stjóri Chelsea frá 2009 til 2011 og gerði liðið að enskum meistara árið 2010. 

Gylfi Þór hefur nánast undantekningalaust verið í byrjunarliði Everton síðan Ancelotti tók við og ætti hann því að vera í eldlínunni. 

Hér fyrir ofan má sjá Glenn Hoddle, fyrrverandi landsliðsmann og þjálfara Englands, ræða um leikinn og þá sérstaklega Ancelotti, en hann spáir jafntefli. 

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert