Erfitt að rífa sig upp eftir slæma leiki

Sadio Mané fagnar sigurmarkinu í dag.
Sadio Mané fagnar sigurmarkinu í dag. AFP

„Það er alltaf erfitt að vinna í úrvalsdeildinni. Það er leiðinlegt að segja það, en það er satt,“ sagði James Milner, leikmaður Liverpool, í samtali við BT Sports-sjónvarpsstöðina eftir 2:1-sigur á Bournemouth í dag. 

Liverpool hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum fyrir leikinn í dag og var Milner ánægður með að komast aftur á sigurbraut. 

„Það var erfitt að rífa sig upp aftur eftir slæma leiki upp á síðkastið. Við áttum ekki heldur okkar besta dag í dag; mörg lið hafa brotnað niður eftir slæm úrslit en við gerðum það ekki. Við héldum áfram og héldum ró okkar.“

Mo Salah og Sadio Mané skoruðu mörkin í dag og hrósaði Milner sóknarlínu liðsins. „Við höfum alltaf möguleika á að vinna þegar við erum með þessa framlínu,“ sagði Milner. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert