Eiður: Man. City eins og kynlíf án fullnægingar (myndskeið)

Manchester United vann 2:0-sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sóknarleikur Manchester City var bitlaus í leiknum og illa gekk að skapa færi gegn skipulögðu liði United. 

Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Gunnlaugsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport og lýsti Eiður Smári sóknarleik City á öðruvísi hátt og sagði hann eins og kynlíf án fullnægingar. 

Þessar skemmtilegu umræður má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is