Gylfi ósýnilegur þegar Everton þurfti á honum að halda

Gylfi Þór Sigurðsson tekur á móti boltanum á Stamford Bridge …
Gylfi Þór Sigurðsson tekur á móti boltanum á Stamford Bridge í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson fær algjöra falleinkunn frá blaðamönnum Liverpool Echo eftir frammistöðu sína í slæmu tapi Everton gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gylfi var með fyrirliðabandið og spilaði allan leikinn en Everton tapaði 4:0 á Stamford Bridge og er nú nánast úr leik í baráttunni um Evrópusæti. Adam Jones, blaðamaður Liverpool Echo, var ekki sáttur með frammistöðu Gylfa og sagði hann hreinlega hafa verið ósýnilegan.

„Leikmaður sem Everton þurfti virkilega á að halda sást ekki í leiknum. Sigurðsson kom varla við boltann í fyrri hálfleik og gat ekki komist nálægt Olivier Giroud sem skoraði fjórða markið,“ skrifaði Jones en Gylfi var einn þriggja leikmanna Everton sem fékk þrjá af tíu í einkunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert