United refsaði grimmilega í grannaslagnum (myndskeið)

Manchester United vann í dag 2:0-sig­ur á erkifjend­um sín­um í Manchester City í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta. Hef­ur United nú unnið City þris­var á leiktíðinni; tvisvar í deild­inni og einu sinni í deilda­bik­arn­um. 

Ederson í marki Manchester City hefur átt betri daga, en hann átti stóran þátt í báðum mörkum United. 

City er í öðru sæti deild­ar­inn­ar með 57 stig og United í fimmta sæti með 45 stig. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 
mbl.is