Var markið Gylfa að kenna? (myndskeið)

Chel­sea burstaði Evert­on 4:0 á Stam­ford Bridge í viður­eign liðanna í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í dag. Car­lo Ancelotti, knatt­spyrn­u­stjóri Evert­on, var að snúa aft­ur á sinn gamla heima­völl en hann gerði lið Chel­sea að Eng­lands­meist­ara árið 2010.

Chel­sea er nú með 48 stig í 4. sæt­inu, tveim­ur stig­um frá Leicester í því þriðja. Evert­on er aft­ur á móti enn í 12. sæti með 37 stig og að drag­ast aft­ur úr í bar­átt­unni um Evr­óp­u­sæti.

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton og hefur hann átt betri daga, eins og aðrir leikmenn Everton. Liverpool Echo kenndi Gylfa um fjórða mark Chelsea, en það má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, eins og aðrar svipmyndir úr leiknum.

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert