Enn og aftur vesen á miðjumanni Chelsea

Danny Drinkwater hefur verið í basli á tímabilinu.
Danny Drinkwater hefur verið í basli á tímabilinu. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Danny Drinkwater er enn og aftur búinn að koma sér í klandur eftir slagsmál við Jota á æfingasvæði Aston Villa í gær. Drinkwater er sem stendur að láni hjá Villa frá Chelsea. 

Hinn þrítugi Drinkwater var að láni hjá Burnley fyrri hluta leiktíðar og var hann frá í nokkrar vikur eftir slagsmál á næturklúbbi snemma á tímabilinu. Er hann ekki inni í myndinni hjá Chelsea og gengur illa að fóta sig sem lánsmaður.

Drinkwater hefur leikið þrjá A-landsleiki fyrir England og varð hann Englandsmeistari með Leicester árið 2017 og gekk í raðir Chelsea í kjölfarið. Hann spilaði hins vegar aðeins 12 leiki með Chelsea á tveimur árum. 

mbl.is