Þrír leikmenn Leicester í sóttkví

Þrír leikmenn Leicester gætu verið með kórónuveiruna.
Þrír leikmenn Leicester gætu verið með kórónuveiruna. AFP

Þrír leikmenn enska knattspyrnufélagsins Leicester eru í sóttkví eftir að hafa verið með sjúkdómseinkenni kórónuveirunnar. Brendan Rodgers, stjóri liðsins, staðfesti þetta í samtali við BBC.

„Nokkrir leikmenn hjá okkur sýndu sjúkdómseinkennin og við höfum farið að fyrirmælum og haldið þeim frá liðinu,“ sagði Rodgers en Leicester á að mæta Watford í úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardaginn.

„Það væri synd, fótboltalega séð, að spila fyrir luktum dyrum en heilsa fólks skiptir höfuðmáli. Við munum fylgja fyrirmælum yfirvalda.“

Komi í ljós að um­rædd­ir leik­menn séu smitaðir þarf væntanlega að skoða það að fresta leiknum. Mikil pressa er á forráðamönnum ensku deildarinnar um að fara að for­dæmi annarra víðsveg­ar um Evr­ópu og fresta leikj­um eða heilum umferðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert