Fjórða enska liðið í sóttkví

Leikmenn West Ham eru komnir í sóttkví vegna kórónuveirunnar.
Leikmenn West Ham eru komnir í sóttkví vegna kórónuveirunnar. AFP

Allir leikmenn aðalliðs West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru komnir í sóttkví vegna kórónuveirunnar en félagið greindi frá þessu á heimasíðu sinni í dag. West Ham er fjórða félagið sem sendir alla leikmenn sína í sóttkví á eftir Arsenal, Chelsea og Everton.

Leikmenn West Ham komust í snertingu við Mikel Arteta, stjóra Arsenal, en hann greindist með veiruna í gærdag. Arsenal vann 1:0-sigur gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi á Emirates-vellinum og þar komust leikmenn West Ham í snertingu við Arteta.

Þá hafa Leicester, Bournemouth og Watford sent ákveðna leikmenn í sóttkví. Callum Hudson-Odoi, sóknarmaður Chelsea, var fyrsti leikmaðurinn til þess að greinast með veiruna en fyrr í dag var tilkynnt að öllum leikjum í úrvalsdeildinni yrði frestað til 4. apríl vegna veirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert