Hugsa um leikmennina mína á meðan ég sef

Jür­gen Klopp hugsar um leikmennina sína á meðan hann sefur.
Jür­gen Klopp hugsar um leikmennina sína á meðan hann sefur. AFP

Jür­gen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að hann hugsi um leikmenn liðsins þegar hann sefur. Búið er að loka æfingasvæði félagsins vegna kórónuveirunnar og var Klopp spurður í In the Duffle Bag-hlaðvarpinu hvað hann gerði á meðan engar æfingar væru á dagskrá. 

„Fyrir utan að sofa þá hugsa ég allan daginn. Ég hugsa um leikmennina mína á meðan ég sef og ekki endilega því mig langar til þess. Við erum mikið saman og ég þarf að koma miklu af upplýsingum til þeirra,“ sagði Klopp. 

Þjóðverjinn var svo spurður út í gott samband sitt við leikmenn. „Ég er alltaf hundrað prósent hreinskilinn. Ég hef aldrei logið af leikmanni. Það getur hver sem er bankað upp á á skrifstofunni hjá mér og rætt málin daginn eftir leik, hvort sem við töpum 4:0 eða vinnum 4:0,“ sagði Jür­gen Klopp.

mbl.is