Ótrúlegt hvað Salah getur verið lélegur

Hutchison er ekki mjög hrifinn af Mo Salah.
Hutchison er ekki mjög hrifinn af Mo Salah. AFP

„Salah er svo lélegur stundum að það er eiginlega ótrúlegt,“ sagði Don Hutchison, fyrrverandi leikmaður Liverpool, í Debate-þættinum á ESPN. Hutchison segir að Liverpool eigi að selja Egyptann. 

Hutchison, sem lék með Liverpool frá 1990 til 1994, segir að félagið eigi að fá 140 milljónir punda fyrir Salah þar sem Real Madríd og Barcelona eru bæði áhugasöm um leikmanninn.

„Ég myndi ekki selja Mané fyrir 140 milljónir en ég get ekki sagt það sama um Salah. Hann gerir einföldustu hluti alveg ótrúlega illa,“ sagði miðjumaðurinn fyrrverandi. 

„Hann gerir góða hluti og skorar mörk en hann getur ekki sent á næsta mann. Hann reynir alltaf að sóla, alveg sama hversu frír sóknarmaðurinn er. Ég myndi taka því að selja Salah og fá leikmann eins og Jadon Sancho í staðinn,“ sagði Hutchison. 

mbl.is