Aubameyang það sem United þarf

Pierre-Emerick Aubameyang
Pierre-Emerick Aubameyang AFP

Knattspyrnumaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang, sem spilar fyrir Arsenal á Englandi, er akkúrat það sem Manchester United þarf. Þetta sagði gömul Arsenal-kempa á Sky Sports.

Framherjinn verður samningslaus á næsta ári og sagði The Sun frá því á dögunum að United væri tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir hinn þrítuga framherja sem hefur skoraði 20 mörk í 31 leik í vetur.

„Þá sárvantar einhvern sem skorar 20 til 25 mörk og það er nokkuð sem Aubameyang getur gert. Hann skorar 25 mörk án þess að svitna. Bættu Jack Grealish við og með Bruno Fernandes þarna líka, — Manchester United yrði svakalegt lið,“ sagði Paul Merson en hann starfar nú sem spekingur fyrir Sky Sports.

mbl.is