Manchesterfélögin styðja fjölskylduhjálp

Scott McTominay og Raheem Sterling takast á í leik United …
Scott McTominay og Raheem Sterling takast á í leik United og City fyrir nokkrum vikum. AFP

Manchester United og City, sem oft hafa elt grátt silfur saman á knattspyrnuvellinum, hafa nú tekið saman höndum og gefið hundrað þúsund pund, um 16,5 milljónir króna, til fjölskylduhjálpar á stórborgarsvæði Manchester.

Félögin hafa gefið hvort um sig 50 þúsund pund og er peningunum ætlað að hjálpa samtökum sem venjulega þiggja matarafganga eftir kappleiki félaganna. Öllum enskum fótbolta hefur verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og hefur það haft mikil áhrif á þær stofnanir sem koma mat og nauðsynjum til þurfandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert