United vill kaupa franskan landsliðsmann

Thomas Lemar
Thomas Lemar AFP

Manchester United vill kaupa franska landsliðsmanninn Thomas Lemar frá Atlético Madríd í sumar. Daily Mail segir frá þessu en spænska liðið er sagt vilja um 100 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Lemar gekk til liðs við Atlético sumarið 2018 fyrir um 70 milljónir og hefur hann skorað fjögur mörk í 67 leikjum fyrir liðið. Lemar er miðjumaður og hefur spilað 21 landsleik fyrir Frakka en hann varð heimsmeistari með liðinu 2018.

Hann hefur verið mjög eft­ir­sótt­ur bæði af Arsenal og Li­verpool en enskir miðlar segja nú að Manchesterfélagið sé að vinna kapphlaupið.

mbl.is