Solskjær ætlar að losa sig við tvo

Andreas Pereira, fyrir miðju.
Andreas Pereira, fyrir miðju. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, er búinn að eyrnamerkja þá tvo leikmenn sem hann vill að félagið selji í sumar en þeir hafa ekki spilað nógu vel að mati Norðmannsins.

Þeir Jesse Lingard og Andreas Pereira misstu sæti sín í liðinu fyrir nokkrum vikum og hafa lítið komið við sögu undanfarið. Lingard byrjaði einn af síðustu sex leikjum United áður en hlé var gert á tímabilinu og Pereira kom aðeins við sögu af varamannabekknum.

Lingard er 27 ára og upp­al­inn hjá Manchester United en hann hef­ur spilað 202 leiki fyr­ir fé­lagið og skorað 31 mark síðan 2014, hann er samningsbundinn félaginu til 2022. Pereira á 37 leiki og tvö mörk fyrir United frá 2014 en hann er 24 ára og rennur samningur hans við United ekki út fyrr en 2023.

Jesse Lingard
Jesse Lingard AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert