Aðeins tveir frá Liverpool í liði tímabilsins

Sadio Mané er í liðinu.
Sadio Mané er í liðinu. AFP

Þrátt fyrir að Liverpool sé með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eru aðeins tveir leikmenn liðsins í liði tímabilsins til þessa hjá Gareth Crooks, sparkspekingi BBC og fyrrverandi leikmanni Tottenham og WBA. 

Eftir hverja umferð velur Crooks lið vikunnar og aðeins tveir leikmenn Liverpool hafa hreppt hnossið nægilega oft til að vera í liði tímabilsins hjá Crooks. Þrátt fyrir að margir séu á því að Alisson, markvörður Liverpool, sé sá besti í deildinni hefur hann aldrei verið í liði vikunnar hjá Crooks á tímabilinu.

Ederson er besti markmaður tímabilsins til þessa hjá Crooks, því hann hefur fimm sinnum verið valinn. Adrián, varamarkvörður Liverpool, hefur tvisvar verið valinn. 

Þá eru Virgil van Dijk, Harry Maguire, Gary Cahill og Fernandinho þeir varnarmenn sem oftast hafa verið í liði umferðarinnar og Jack Grealish, Kevin De Bruyne og Bruno Fernandes á miðjunni. Þá skipa Pierre-Emerick Aubameyang, Jamie Varady og Sadio Mané þriggja manna sóknarlínu. 

Þykir furðulegt að Trent Alexander-Arnold, sennilega besti hægri bakvörðurinn í deildinni til þessa, hefur aðeins þrisvar verið í liði umferðarinnar hjá Crooks. Kevin De Bruyne var oftast í liði vikunnar eða ellefu sinnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert