Arsenal segir öllum að halda sig heima

Fáir eru á ferli við Emirates-leikvanginn hjá Arsenal um þessar …
Fáir eru á ferli við Emirates-leikvanginn hjá Arsenal um þessar mundir. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur ráðlagt öllum sínum leikmönnum að halda áfram til heima hjá sér enda þótt fjórtán daga sóttkví sem þeir voru settir í vegna veikinda knattspyrnustjórans Mikel Arteta renni út á morgun.

„Vegna núverandi ástands erum við sannfærð um að það væri óviðeigandi og óábyrgt að óska eftir því að leikmennirnir kæmu aftur til vinnu á þessum tíma. Þessvegna munu aðallið karla og kvenna ásamt unglingaliðum halda áfram kyrru fyrir heima," segir í yfirlýsingu félagsins.

Þá staðfesti Arsenal að félagið myndi halda áfram að greiða lausráðnu starfsfólki laun til 30. apríl, þrátt fyrir að engir leikir fari fram.

Keppni í ensku úrvalsdeildinni var frestað til 30. apríl og óljóst er með öllu hvenær hægt verður að halda áfram með tímabilið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert